Fær enn martraðir eftir slysið í Top Gear Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2024 10:52 Flintoff segist á réttri leið en langur batavegur sé enn fram undan. Getty Fyrrum krikketspilarinn og sjónvarpsmaðurinn Freddie Flintoff hefur opnað sig um hræðilegt bílslys sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur árum. Hann kveðst enn vera að jafna sig á slysinu. Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers. Krikket Bretland England Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers.
Krikket Bretland England Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira