Næsti andstæðingur Khelifs segir ekki sanngjarnt að hún keppi í kvennaflokki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 Anna Luca Hamori er ekki sátt við að þurfa að berjast við Imane Khelif. getty/Richard Pelham Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15
Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46