Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 15:48 Fraley fagnar bronsi í undankeppni fyrir ólympíuleikana í ár. getty Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir. Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Ron Yeats látinn Enski boltinn Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Enski boltinn Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Sjá meira
Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Ron Yeats látinn Enski boltinn Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Enski boltinn Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Sjá meira