Fagnaði sigri á Ólympíuleikunum komin sjö mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 09:00 Nada Hafez fagnar sigri eftir hörkuleik á móti hinni bandarísku Elizabeth Tartakovsky. Getty/Carl Recine Egypska skylmingakonan Nada Hafez komst í gær sæti í sextán manna úrslit í skylmingakeppni Ólympíuleikanna í París. Kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að hún er kona ekki einsömul. Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez) Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez)
Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira