Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 06:30 Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti í Signu í aðdragandi Ólympíuleikanna en nú er ekki óhætt að synda í ánni vegna of mikils magns baktería. Getty/ Pierre Suu/ Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. Keppni í þríþraut karla á Ólympíuleikunum í París fer ekki fram í dag eins og áætlað var. Keppninni hefur verið frestað vegna lélegs ástands vatnsins í Signu. Þetta var gert aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að hefjast. Mælingar mótshaldara sýna of mikið magn baktería í ánni en allar rigningarnar um síðustu helgi höfðu mjög slæm áhrif á gæði vatnsins. Fráveitukerfi Parísar yfirfylltist og óhreinsað skolp rann út í Signu. Það sést á mælingum þar sem E. Coli og fleiri hættulegar bakteríur eru langt yfir öllum viðmiðunarmörkum á mörgum stöðum. Nú á að reyna aftur á morgun. Konurnar munu þá keppa klukkan átta að staðartíma en karlarnir byrja síðan klukkan 10.45. Þríþrautin á að byrja á sundi í Signu en svo taka við hjólreiðar og hlaup. Ef þetta gengur ekki upp þá er síðasti möguleikinn á að keppnin fari fram á föstudaginn 2. ágúst. Það er líka möguleiki á því að þríþrautinni verði breytt í tvíþraut og þeir hreinlega sleppi sundhlutanum sem er fáránleg lausn að mati Vésteins Hafsteinssonar, yfirfararstjóra íslenska hópsins. Það er heitur dagur framundan í París þar sem hitinn mun fara yfir þrjátíu gráður. Það er líka búist við því að það rigni mikið í kvöld sem eru ekki góðar fréttir fyrir bakteríufjöldann í ánni. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira
Keppni í þríþraut karla á Ólympíuleikunum í París fer ekki fram í dag eins og áætlað var. Keppninni hefur verið frestað vegna lélegs ástands vatnsins í Signu. Þetta var gert aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að hefjast. Mælingar mótshaldara sýna of mikið magn baktería í ánni en allar rigningarnar um síðustu helgi höfðu mjög slæm áhrif á gæði vatnsins. Fráveitukerfi Parísar yfirfylltist og óhreinsað skolp rann út í Signu. Það sést á mælingum þar sem E. Coli og fleiri hættulegar bakteríur eru langt yfir öllum viðmiðunarmörkum á mörgum stöðum. Nú á að reyna aftur á morgun. Konurnar munu þá keppa klukkan átta að staðartíma en karlarnir byrja síðan klukkan 10.45. Þríþrautin á að byrja á sundi í Signu en svo taka við hjólreiðar og hlaup. Ef þetta gengur ekki upp þá er síðasti möguleikinn á að keppnin fari fram á föstudaginn 2. ágúst. Það er líka möguleiki á því að þríþrautinni verði breytt í tvíþraut og þeir hreinlega sleppi sundhlutanum sem er fáránleg lausn að mati Vésteins Hafsteinssonar, yfirfararstjóra íslenska hópsins. Það er heitur dagur framundan í París þar sem hitinn mun fara yfir þrjátíu gráður. Það er líka búist við því að það rigni mikið í kvöld sem eru ekki góðar fréttir fyrir bakteríufjöldann í ánni.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira