Pabbinn lést á leiðinni að horfa á son sinn keppa á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 06:30 Aleksi Leppä hefur verið sigursæll á heimsmeistaramótum en þarf núna að keppa á Ólympíuleikunum undir mjög erfiðum kringumstæðum. @rifleteamfinland Skotíþróttamaðurinn Aleksi Leppä á að keppa á Ólympíuleikunum í París í vikunni en hann fékk hræðilegar fréttir um helgina. Faðir hans lést þá á leiðinni til Parísar þar sem hann ætlaði að sjá son sinn keppa á leikunum. Marko Leppä veiktist í flugvélinni til Parísar og dó. Það var einn af draumum hans að sjá son sinn keppa á Ólympíuleikum. Því miður verður ekkert að því. „Þetta var mikið sjokk. Ég hef aldrei áður lent í einhverju eins og þessu,“ sagði finnski liðstjórinn Leena Paavolainen við blaðið Iltalehti. Marko Leppä hafði sjálfur verið skotþjálfari og þjálfaði meðal annars son sinn. Hann var mjög virtur í finnskum skotíþróttum. Sonur hans Aleksi, sem er 29 ára gamall, hefur unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun á heimsmeistaramótum. Hann ætlar að keppa þrátt fyrir áfallið. „Aleksi vill keppa. Hann og fjölskylda hans biður um frið svo hann geti einbeitt sér að Ólympíuleikunum,“ sagði Paavolainen. Aleksi hefur fengið fullan stuðning frá finnska sambandinu og hefur einig rætt við sálfræðing finnska hópsins. „Þessar fréttir hafa verið áfall fyrir alla í okkar hóp. Þetta er óheppilegt og mjög sorglegt,“ sagði Paavolainen. Aleksi Leppä keppir með riffli af 50 metra færi. Hann keppir því ekki við okkar mann, Hákon Þór Svavarsson, sem keppir í haglabyssuskotfimi. Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira
Faðir hans lést þá á leiðinni til Parísar þar sem hann ætlaði að sjá son sinn keppa á leikunum. Marko Leppä veiktist í flugvélinni til Parísar og dó. Það var einn af draumum hans að sjá son sinn keppa á Ólympíuleikum. Því miður verður ekkert að því. „Þetta var mikið sjokk. Ég hef aldrei áður lent í einhverju eins og þessu,“ sagði finnski liðstjórinn Leena Paavolainen við blaðið Iltalehti. Marko Leppä hafði sjálfur verið skotþjálfari og þjálfaði meðal annars son sinn. Hann var mjög virtur í finnskum skotíþróttum. Sonur hans Aleksi, sem er 29 ára gamall, hefur unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun á heimsmeistaramótum. Hann ætlar að keppa þrátt fyrir áfallið. „Aleksi vill keppa. Hann og fjölskylda hans biður um frið svo hann geti einbeitt sér að Ólympíuleikunum,“ sagði Paavolainen. Aleksi hefur fengið fullan stuðning frá finnska sambandinu og hefur einig rætt við sálfræðing finnska hópsins. „Þessar fréttir hafa verið áfall fyrir alla í okkar hóp. Þetta er óheppilegt og mjög sorglegt,“ sagði Paavolainen. Aleksi Leppä keppir með riffli af 50 metra færi. Hann keppir því ekki við okkar mann, Hákon Þór Svavarsson, sem keppir í haglabyssuskotfimi.
Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira