Óhugnanleg færsla Crooks í aðdraganda árásarinnar sennilega fölsuð Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2024 15:00 Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað. Getty Greint var frá því fyrr í dag að Thomas Matthew Crooks, maðurinn sem reyndi að skjóta Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta um síðustu helgi hefði skrifað færslu sem virðist, eftir á að hyggja, gefa árásina til kynna. Núna er hins vegar talið að færslan sé fölsuð. Uppfært 17:27 Samkvæmt uppfærðri frétt CNN er talið að færslan sé fölsuð. Talið er að nafni aðgangsins á Steam hafi verið breytt. „13. júlí verður frumsýningin mín. Fylgist með þegar hulunni verður svipt af henni,“ skrifaði Crooks á Steam, vinsælu markaðstorgi tölvuleikjaspilara, í aðdraganda árásarinnar. CNN greinir frá þessu, en nákvæm tímasetning færslunnar liggur ekki fyrir, né hvort aðrar sambærilegar færslur hafi verið að finna. Þess má geta að árásin var framin 13. júlí, líkt og gefið er til kynna í færslunni. Einn lést og tveir særðust að Trump undanskildum. Þeir sem rannsaka nú árásina eru að reyna að komast til botns í því hvað Crooks var að gera dagana og klukkustundirnar fyrir árásina. Hann er sagður hafa heimsótt vettvang kosningafundar Trump við bæinn Butler í Pennsylvaníu-ríki. Í símanum hans hafi fundist bæði myndir af Trump og Joe Biden núverandi Bandaríkjaforseta. Þá hafi Crooks, samkvæmt leitarsögu síma hans, leitað að dagsetningum stórra viðburða Demókrataflokksins og viðburða á vegum Trumps. CNN segir að rannsakendur eigi þó enn eftir að komast að sjálfri ástæðu árásarinnar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. 14. júlí 2024 07:38 Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Uppfært 17:27 Samkvæmt uppfærðri frétt CNN er talið að færslan sé fölsuð. Talið er að nafni aðgangsins á Steam hafi verið breytt. „13. júlí verður frumsýningin mín. Fylgist með þegar hulunni verður svipt af henni,“ skrifaði Crooks á Steam, vinsælu markaðstorgi tölvuleikjaspilara, í aðdraganda árásarinnar. CNN greinir frá þessu, en nákvæm tímasetning færslunnar liggur ekki fyrir, né hvort aðrar sambærilegar færslur hafi verið að finna. Þess má geta að árásin var framin 13. júlí, líkt og gefið er til kynna í færslunni. Einn lést og tveir særðust að Trump undanskildum. Þeir sem rannsaka nú árásina eru að reyna að komast til botns í því hvað Crooks var að gera dagana og klukkustundirnar fyrir árásina. Hann er sagður hafa heimsótt vettvang kosningafundar Trump við bæinn Butler í Pennsylvaníu-ríki. Í símanum hans hafi fundist bæði myndir af Trump og Joe Biden núverandi Bandaríkjaforseta. Þá hafi Crooks, samkvæmt leitarsögu síma hans, leitað að dagsetningum stórra viðburða Demókrataflokksins og viðburða á vegum Trumps. CNN segir að rannsakendur eigi þó enn eftir að komast að sjálfri ástæðu árásarinnar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. 14. júlí 2024 07:38 Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01
Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. 14. júlí 2024 07:38
Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56