„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Sveindís Jane Jónsdóttir var í skýjunum eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. „Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
„Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum.
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira