Fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 07:40 Sandra Bradley með steininn Fullsterka í Dritvík. @sandrabradley_ Þýska aflraunakonan Sandra Bradley hefur lagt það í vana sinn að mæta til Íslands og lyfta steinum sem engin kona hefur lyft áður. Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_) Aflraunir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira
Hún var þannig fyrsta konan til að lyfta hinni frægu Húsafellshellu og á dögunum var hún mætt til Dritvíkur á Snæfellsnesi. Að þessu sinni lá það fyrir að lyfta steini sem hefur nafnið Fullsterkur. Fullsterkur er þarna ásamt þremur öðrum léttari steinum sem heita Amlóði (23 kíló), Hálfdrættingur (54 kíló) og Hálfsterkur (100 kíló). Steinarnir voru notaðir á sínum tíma þegar þetta var útgerðarstaður og það þurfti að kanna styrk sjómannanna. Fullsterkur er 154 kíló á þyngd og engin smásmíði. Það hafði líka engin konan lyft þessum steini fyrr en Sandra mætti á svæðið. „Eftir að hafa verið fyrsta konan til að lyfta hinni goðsagnakenndu Húsafellhellu þá var ég mætt aftur til land elds og íss. Nú var ég fyrsta konan til að lyfta steininum Fullsterki,“ skrifaði Sandra Bradley á Instagram síðu sína. „Fullsterkur er ekki aðeins krefjandi vegna þyngdarinnar (tvisvar sinnum líkamsþyngd mín). Stóra vandamálið er að hann er alveg sléttur eins og silki sem gerir erfitt að ná taki á honum. Ég þurfti því að finna öðruvísi leið en aðrir eru að lyfta honum,“ skrifaði Sandra. „Að lyfta steinum er svo stórbrotið próf fyrir þig, ekki aðeins á styrk þínum heldur einnig færni. Að finna það út hvernig er best að lyfta steinum sem eru alls konar í laginu. Ég nýt þess í botn,“ skrifaði Sandra. „Ég vona að ég geti verið innblástur fyrir aðrar konur í leit þeirra að sterkustu útgáfunni af þeim sjálfum, hvort sem það er út í náttúrunni, í lyftingasalnum eða hvar sem er í lífinu,“ skrifaði Sandra. Hún sýndi myndband af sér lyfta steininum í Dritvík. Það má sjá hér fyrir neðan. Sandra Bradley hefur fjórum sinnum verið sterkasta kona heims og hún hefur einnig unnið Arnold aflraunamótið. View this post on Instagram A post shared by SUNNY 🇩🇪 | Strength Coach | Pro Strongwoman (@sandrabradley_)
Aflraunir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira