Eftir alla erfiðleikana ætlar Edda að brosa mikið og njóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur verið að ferðinni út um allan heim. Hér er hún einu sinni sem oftar komin út á flugvöll. @eddahannesd) Það er löng og erfið leið fyrir íþróttafólk að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í dag og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Sjá meira
Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Sjá meira