Sport

Birta María vann gull og var ná­lægt Íslandsmetinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birta María Haraldsdóttir er Smáþjóðameistari í hástökki kvenna.
Birta María Haraldsdóttir er Smáþjóðameistari í hástökki kvenna. Freyr Ólafsson - formaður FRÍ

Birta María Haraldsdóttir varð í dag Smáþjóðameistari í hástökki kvenna þegar hún fagnaði sigri í Smáþjóðameistaramótinu á Gíbraltar.

Birta María stökk yfir 1,85 metra og var nálægt nýju Íslandsmeti þegar hún felldi 1,89 metra naumlega.

Íslandsmetið í hástökki kvenna er 1,88 metrar og er orðið 34 ára gamalt. Það setti Þórdís Lilja Gísladóttir árið 1990.

Embla Margrét Hreimsdóttir gerði sömuleiðis vel þegar hún vann til bronsverðlauna í 1500 metra hlaupi á tímanum 4:50,41 mín.

Auk aðila að AASSE (samtökum smáþjóða í Evrópu) keppa á mótinu einnig fulltrúa nokkurra Austur-Evrópuríkja eins og. Albaníu, Moldóvu og Svartfjallalandi.

Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, segir frá þessu eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá Birtu reyna við Íslandsmetið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×