Skömmin sé Breta, Færeyinga og Norðmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 13:43 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir Breta, Færeyinga og Norðmenn sýna yfirgang með samkomulagi sínu og skömmin sé þeirra. vísir/Arnar Halldórs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin. Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“ Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“
Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira