Skotinn með rafbyssu þegar hann hljóp inn á völlinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 07:30 Ljósmyndari leiksins var á tánum þegar atvikið átti sér stað. Andy Lyons/Getty Images Cincinnati Reds tók á móti Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hafnabolta á miðvikudag og fór það svo að gestirnir unnu 5-3 sigur. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að leikurinn ratar í fréttirnar hér á Vísi en ástæðan er sú að áhorfandi sem hljóp inn á völlinn var skotinn með rafbyssu af lögreglumanni sem sinnti öryggisgæslu á leiknum. Leikurinn fór eins og hann fór en á einum tímapunkti leiksins ákvað hinn 19 ára gamli William Hendon, stuðningsmaður Cincinnati, að hann vildi sínar 15 sekúndur af frægð. These photos of the fan who ran onto the field during Reds-Guardians game 😳He did a backflip before being tased by police(📸: Andy Lyons) pic.twitter.com/U0TasgUUHc— Bleacher Report (@BleacherReport) June 12, 2024 Hann hljóp því inn á Great American Ball Park-völlinn, spjallaði stuttlega við Tyler Freeman – leikmann Guardians, áður en komið var að stuttri fimleika sýningu. Eftir stutta sýningu á miðjum vellinum var komið að því að reyna stinga lögregluna af. Það gekk vægast sagt ekki upp þar sem lögreglumaðurinn tók upp rafbyssu og skaut Hendon í bakið. Féll hann til jarðar í þann mund er annar lögreglumaður kom askvaðandi. „Stuðningsmaður hljóp inn á völlinn og reyndi að stinga lögregluna af þegar þeir reyndu að hindra frekari truflun á leiknum. Með því ögraði hann bæði öryggi leikmanna og starfsfólki vallarins. Téður einstaklingur var skotinn með rafbyssu til að hægt væri að hafa hendur í hári hans,“ sagði lögreglufulltrúinn Jonathan Cunningham í viðtali við NBC News. Lögmaður og fjölskylda Hendons svaraði ekki fyrirspurnum NBC um málið. Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Það er þó ekki ástæðan fyrir því að leikurinn ratar í fréttirnar hér á Vísi en ástæðan er sú að áhorfandi sem hljóp inn á völlinn var skotinn með rafbyssu af lögreglumanni sem sinnti öryggisgæslu á leiknum. Leikurinn fór eins og hann fór en á einum tímapunkti leiksins ákvað hinn 19 ára gamli William Hendon, stuðningsmaður Cincinnati, að hann vildi sínar 15 sekúndur af frægð. These photos of the fan who ran onto the field during Reds-Guardians game 😳He did a backflip before being tased by police(📸: Andy Lyons) pic.twitter.com/U0TasgUUHc— Bleacher Report (@BleacherReport) June 12, 2024 Hann hljóp því inn á Great American Ball Park-völlinn, spjallaði stuttlega við Tyler Freeman – leikmann Guardians, áður en komið var að stuttri fimleika sýningu. Eftir stutta sýningu á miðjum vellinum var komið að því að reyna stinga lögregluna af. Það gekk vægast sagt ekki upp þar sem lögreglumaðurinn tók upp rafbyssu og skaut Hendon í bakið. Féll hann til jarðar í þann mund er annar lögreglumaður kom askvaðandi. „Stuðningsmaður hljóp inn á völlinn og reyndi að stinga lögregluna af þegar þeir reyndu að hindra frekari truflun á leiknum. Með því ögraði hann bæði öryggi leikmanna og starfsfólki vallarins. Téður einstaklingur var skotinn með rafbyssu til að hægt væri að hafa hendur í hári hans,“ sagði lögreglufulltrúinn Jonathan Cunningham í viðtali við NBC News. Lögmaður og fjölskylda Hendons svaraði ekki fyrirspurnum NBC um málið.
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira