Áhyggjurnar enn til staðar og engin trygging Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2024 12:05 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/vilhelm Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur. Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16
„Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59
Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent