Segir of snemmt að kalla sig drottningu leirsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 20:02 Vill ekki vera kölluð drottning leirsins strax. EPA-EFE/TERESA SUAREZ Hin pólska Iga Świątek byrjaði Opna franska meistaramótið í tennis af miklum krafti þegar hún gekk frá Leolia Jeanjean í fyrstu umferð. Świątek trónir á toppi heimslistans um þessar mundir og stefnir á að vera fyrsta konan síðan 2007 til að vinna Opna franska þrjú ár í röð. Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal. Tennis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal.
Tennis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira