„Ef við þolum þann þrýsting sem verður í Grikklandi eigum við skilið að verða Evrópumeistarar“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:25 Björgvin Páll Gústavsson í leik dagsins gegn Olympiacos Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur 30-26 gegn Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins á Hlíðarenda. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var ánægður með sigurinn en var með báðar fætur niður á jörðinni þar sem liðin eiga eftir að mætast í Grikklandi. „Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
„Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira