Tónlist

Segir skásta staðinn í bænum í kirkju­garðinum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Grímur Atlason, Kristján Freyr Halldórsson, Guðmundur Birgir Halldórsson og, Dr. Gunni.
Grímur Atlason, Kristján Freyr Halldórsson, Guðmundur Birgir Halldórsson og, Dr. Gunni.

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, gaf út nýtt lag á væntanlegri plötu, sem ber nafnið Í bríaríi. Hann lýsir laginu sem gleðilegu sumarrokki en það fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi.

Lagið er þriðja lag plötu hljómsveitarinnar Dr. Gunni, Er ekki bara búið að vera gaman?, sem kemur út í haust. Flytjendur lagsins eru Dr. Gunni og Salóme Katrín. 

„Lagið er gleðilegt sumarrokk og fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi. Ung stúlka flýr súldina í bænum, hraðar sér norður þar sem starfsmaður í bakaríi segir henni að skársti staðurinn í bænum sé kirkjugarðurinn. Seinna æsast leikar þegar keyrt er á bakaríið í skjóli nætur,“ segir í tilkynningu um lagið.

Tónlistarmynbandið við lagið var í höndum litakonunnar og fyrrum Youtube stjörnunnar, Diddu Flygenring. Lýsa þau því þannig að það fangi vel hressandi anda plötunnar. 

Heyra má lagið í spilarnum hér að neðan:

Klippa: Dr. Gunni- Í bríaríi

Dr. Gunna þarf vart að kynna fyrir mörgum en hann hefur víða komið við á löngum tónlistar- og fjölmiðlaferli. Hann hefur stýrt þáttum á borð við Popppunkt á RÚV og vinsælum útvarpsþáttum. Þá hefur hann leikið með hljómsveitum á borð við Bless og Unun, að ógleymdri goðsagnakenndri barnaplötu hans Abbababb!


Fleiri fréttir

Sjá meira


×