Guðlaug Edda varð í öðru sæti á þríþrautarmóti á Filippseyjum í gær aðeins einni viku eftir að hún vann þríþrautarmót í Nepal.
Þetta gull og þetta silfur skila Guðlaugu Eddu dýrmætum stigum í baráttunni fyrir Ólympíusæti.
Sigurður Örn er á því að þessi árangur hafi aukið mikið líkurnar á að við eignumst okkar fyrstu þríþrautarkonu á Ólympíuleikum.
„Með árangrinum í dag í viðbót við sigurinn í Nepal um síðustu helgi þá er það orðið mjög líklegt að Guðlaug Edda komist á Ólympíuleikana í París í sumar,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla sína.
„Ekkert er öruggt í þessu en allt er nú orðið miklu líklegra,“ skrifaði Sigurður.
„Ég sem þjálfari er ótrúlega stoltur en Þríþrautarsambandið réði mig sem þjálfara hennar í nóvember 2023 til að hjálpa til að gera þetta að veruleika,“ skrifaði Sigurður.
„Það enn mikil vinna framundan í að undirbúa sig fyrir stóra sviðið en við erum á leiðinni þangað, eina viku í einu,“ skrifaði Sigurður.
