Bach býðst til að synda sjálfur í Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 12:40 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, með Brittu Heidemann, sem er meðlimur í nefndinni. Getty/Deepbluemedia Ólympíuleikarnir fara fram í París í sumar og nokkrar af íþróttagreinunum á leikunum eiga að fara fram í ánni Signu sem rennur í gegnum borgina. Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira