Syrgir fimmtán mánaða son sinn Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 08:00 Francis Ngannou er þekktur bæði sem hnefaleikakappi og sem fyrrverandi UFC-bardagameistari. Getty/Richard Pelham Þungavigtarboxarinn og fyrrverandi UFC-meistarinn Francis Ngannou syrgir nú fimmtán mánaða son sinn, Kobe, sem lést. Ngannou greindi frá þessu á Twitter og skrifaði: „Of snemmt til að kveðja en samt er hann farinn. Litli strákurinn minn, vinur minn og félagi, Kobe, var fullur af lífi og gleði. Núna liggur hann líflaus. Ég öskraði nafn hans aftur og aftur en hann svarar ekki.“ „Ég var besta útgáfan af sjálfum mér þegar ég var með honum og núna hef ég enga hugmynd um hver ég er. Lífið er svo ósanngjarnt að valda okkur svona mesta mögulega sársauka.“ Umboðsmaður þessa 37 ára Kamerúna skrifaði á samfélagsmiðla að hann myndi ásamt „milljónum annarra“ biðja fyrir Ngannou. Conor McGregor og fleiri MMA-bardagakappar hafa einnig vottað Ngannou samúð sína opinberlega. „Mér þykir miður að heyra af missi þínum Francis. Þú og fjölskylda þín verðið í bænum mínum,“ skrifaði McGregor á Twitter. Ngannou keppti síðast 8. mars þegar hann mætti Anthony Joshua í hnefaleikabardaga í Sádi-Arabíu, sem Joshua vann af öryggi. Eftir tapið kvaðst Ngannou þó ætla að halda áfram í hnefaleikum. Ngannou varð UFC-bardagameistari í þungavigt þegar hann vann Stipe Miocic í annarri tilraun í mars 2021, og hann varði titilinn með sigri á Ciryl Gane í janúar ári síðar. Hann yfirgaf UFC eftir að samningur hans við sambandið rann út í desember 2022 og sneri sér svo að hnefaleikum. MMA Box Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Ngannou greindi frá þessu á Twitter og skrifaði: „Of snemmt til að kveðja en samt er hann farinn. Litli strákurinn minn, vinur minn og félagi, Kobe, var fullur af lífi og gleði. Núna liggur hann líflaus. Ég öskraði nafn hans aftur og aftur en hann svarar ekki.“ „Ég var besta útgáfan af sjálfum mér þegar ég var með honum og núna hef ég enga hugmynd um hver ég er. Lífið er svo ósanngjarnt að valda okkur svona mesta mögulega sársauka.“ Umboðsmaður þessa 37 ára Kamerúna skrifaði á samfélagsmiðla að hann myndi ásamt „milljónum annarra“ biðja fyrir Ngannou. Conor McGregor og fleiri MMA-bardagakappar hafa einnig vottað Ngannou samúð sína opinberlega. „Mér þykir miður að heyra af missi þínum Francis. Þú og fjölskylda þín verðið í bænum mínum,“ skrifaði McGregor á Twitter. Ngannou keppti síðast 8. mars þegar hann mætti Anthony Joshua í hnefaleikabardaga í Sádi-Arabíu, sem Joshua vann af öryggi. Eftir tapið kvaðst Ngannou þó ætla að halda áfram í hnefaleikum. Ngannou varð UFC-bardagameistari í þungavigt þegar hann vann Stipe Miocic í annarri tilraun í mars 2021, og hann varði titilinn með sigri á Ciryl Gane í janúar ári síðar. Hann yfirgaf UFC eftir að samningur hans við sambandið rann út í desember 2022 og sneri sér svo að hnefaleikum.
MMA Box Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira