Þurfti að eyða níu og hálfum tíma í leigubíl til að komast í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir fagnar hér sigri á þríþrautarmótinu í Nepal um helgina. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vann þríþrautarmót í Nepal um helgina. Mótið reyndi vissulega á okkar konu en aðalævintýrið var þó að komast aftur í burtu frá Nepal eftir keppnina. Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Nepal Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sjá meira
Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Nepal Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sjá meira