Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld, Stúkan og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar eru í beinni.
Víkingar eru í beinni. Vísir/Hulda Margrét

Alls eru 11 beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Serie A, úrslitakeppni í körfubolta og margt fleira. Ásamt íþróttaviðburðum í beinni er Körfuboltakvöld, Stúkan og Lögmál leiksins á sínum stað.

Stöð 2 Sport

Tindastóll tekur á móti Grindavík í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Útsending hefst klukkan 19.00.

Klukkan 21.20 er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.20 hefst bein útsending frá Ítalíu þar sem Fiorentina tekur á móti Genoa í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla. Albert Guðmundsson er allt í öllu hjá Genoa.

Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir lokaumferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.35 er leikur Atalanta og Hellas Verona í Serie A á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.05 tekur Fram á móti Íslandsmeisturum Víkinga í síðasta leik 2. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Að leik loknum – klukkan 21.15 – er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir 2. umferð Bestu deildarinnar.

Vodafone Sport

Klukkan 17.25 er leikur Hoffenheim og Kölnar í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Klukkan 23.05 er leikur Devils og Islanders í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Subway-deildin 2

Klukkan 18.50 tekur Álftanes á móti Keflavík í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×