Adrenalínið bætir upp fyrir slæmu dagana Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2024 10:30 Thelma Aðalsteinsdóttir kom sá og sigraði á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina. Vísir/Arnar Thelma Aðalsteinsdóttir vann Íslandsmótið í áhaldafimleikum þriðja árið í röð um helgina og vakti þá einnig athygli í grein sem hún vann þó ekki. Thelma hætti um tíma í fimleikum vegna meiðsla en byrjaði aftur af fullum krafti í aðdraganda Íslandsmótsins í áhaldafimleikum árið 2022 og vann þá Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut kvenna. Hún varði þann titil í fyrra og aftur um nýliðna helgi. Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut.Mynd/Fimleikasamband Íslands En hvað er það sem er svona skemmtilegt við íþróttina og dregur fólk aftur inn? „Ég hugsa að það sé adrenalínið, segir Thelma. Stundum á maður ömurlega daga sem er leiðinlegt en að komast í gegnum þá daga og eiga svo góðu daga. Það er svo geggjað að eiga þessa góðu daga, og maður fær svo mikið adrenalín við að framkvæma ný móment eða að lenda stökkinu sínu ennþá betur eða eitthvað svoleiðis,“ segir Thelma. Ekki sú besta sem barn Thelma æfði aldrei aðra íþrótt en fimleika sem barn. Hún féll þó ekki almennilega fyrir íþróttinni fyrr en árið 2018, og hafði fram að því ekki lagt eins mikið í íþróttina líkt og hún gerir í dag. „Ég var ekki mjög góð sem krakki, ég var alveg sterk en var alveg óþekk líka. Þannig að það var erfitt fyrir mig að læra allt og eitthvað svona,“ segir Thelma og hlær. Thelma segist ekki alltaf hafa hagað sér vel á æfingum sem barn. Hún hafi fundið ástríðuna fyrir íþróttinni 2018.Mynd/Fimleikasamband Íslands „Ég myndi segja að það hafi verið 2018 sem ég áttaði mig á því að mig langaði virkilega að vera í fimleikum. Fram að því var ég bara hérna. Til að halda mér einhverri íþrótt.“ En hvað gerist þarna 2018? „Ég fór fyrst á HM 2018, þá gerðist eitthvað. Þá sá ég Simone Biles og allar þessar stóru. Það var geðveikt að sjá þær,“ segir Thelma. Æft í fimm til átta tíma á dag Það er ekkert grín að stunda þessa fimleika. Thelma æfir að lágmarki fimm klukkustundir á dag, og yfirleitt sjö til átta tíma þegar hún er ekki bundin í skóla. Hún er á öðru ári í lyfjafræðinámi samhliða afreksstarfinu. „Ef ég fer ekki í skólann, þá mæti ég á æfingu kl. 8:30 og er til svona 11. Síðan mæti ég á seinni parts æfingu 15:30,“ segir Thelma en síðari æfingin endist yfirleitt til klukkan 20:30. Hún fær þó sína frídaga. „Það er frí á sunnudögum og fimmtudögum.“ Mikil vinna fer í íþróttina en Thelma segir að almennt gangi vel að para hana saman við háskólanámið.Mynd/Fimleikasamband Íslands Thelma segir þá að það gangi nokkuð vel að para saman nám og fimleikana. Þó það geti reynst strembnara þegar lokapróf í háskólanum skarist á við stórmót, líkt og útlit er fyrir í vor. „Það gengur bara ágætlega. Það er dálítið mikið að gera núna í skólanum þannig að ég er dálítið eftir á. En ég reyni að stressa mig ekki yfir því og reyni að finna mér einhverja aðra námstækni en ég er vön að gera, þar sem ég hef ekki tíma fyrir hana núna,“ segir Thelma. Getur komist í sögubækurnar Eftir að Thelma vann fjölþrautina á laugardeginum var keppt í stökum áhöldum á sunnudeginum. Hún vann þar þrjár af fjórum greinum; hlaut gull í stökki, á slá og á gólfi en hafnaði í þriðja sæti á tvíslá. Það var þó á tvíslánni sem hún vakti hvað mesta athygli. Norðurlandamót og Evrópumót eru fram undan. Framkvæmi Thelma æfinguna á tvíslá á síðarnefnda mótinu skráir hún sig í sögubækurnar.Mynd/Fimleikasamband Íslands Hún sýndi æfingu sem hefur ekki sést áður á heimsvísu. Æfingin er framhringur á tvíslá tengdur beint í framheljarstökk eða á fimleikamáli „Wheeler tengt í Comăneci“. Framkvæmi hún æfinguna á stórmóti mun hún verða skýrð í höfuð hennar. Það er markmið hennar fyrir komandi Evrópumót í vor. „Jú, algjörlega. Vonandi á EM í maí,“ segir Thelma. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fimleikar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Thelma hætti um tíma í fimleikum vegna meiðsla en byrjaði aftur af fullum krafti í aðdraganda Íslandsmótsins í áhaldafimleikum árið 2022 og vann þá Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut kvenna. Hún varði þann titil í fyrra og aftur um nýliðna helgi. Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut.Mynd/Fimleikasamband Íslands En hvað er það sem er svona skemmtilegt við íþróttina og dregur fólk aftur inn? „Ég hugsa að það sé adrenalínið, segir Thelma. Stundum á maður ömurlega daga sem er leiðinlegt en að komast í gegnum þá daga og eiga svo góðu daga. Það er svo geggjað að eiga þessa góðu daga, og maður fær svo mikið adrenalín við að framkvæma ný móment eða að lenda stökkinu sínu ennþá betur eða eitthvað svoleiðis,“ segir Thelma. Ekki sú besta sem barn Thelma æfði aldrei aðra íþrótt en fimleika sem barn. Hún féll þó ekki almennilega fyrir íþróttinni fyrr en árið 2018, og hafði fram að því ekki lagt eins mikið í íþróttina líkt og hún gerir í dag. „Ég var ekki mjög góð sem krakki, ég var alveg sterk en var alveg óþekk líka. Þannig að það var erfitt fyrir mig að læra allt og eitthvað svona,“ segir Thelma og hlær. Thelma segist ekki alltaf hafa hagað sér vel á æfingum sem barn. Hún hafi fundið ástríðuna fyrir íþróttinni 2018.Mynd/Fimleikasamband Íslands „Ég myndi segja að það hafi verið 2018 sem ég áttaði mig á því að mig langaði virkilega að vera í fimleikum. Fram að því var ég bara hérna. Til að halda mér einhverri íþrótt.“ En hvað gerist þarna 2018? „Ég fór fyrst á HM 2018, þá gerðist eitthvað. Þá sá ég Simone Biles og allar þessar stóru. Það var geðveikt að sjá þær,“ segir Thelma. Æft í fimm til átta tíma á dag Það er ekkert grín að stunda þessa fimleika. Thelma æfir að lágmarki fimm klukkustundir á dag, og yfirleitt sjö til átta tíma þegar hún er ekki bundin í skóla. Hún er á öðru ári í lyfjafræðinámi samhliða afreksstarfinu. „Ef ég fer ekki í skólann, þá mæti ég á æfingu kl. 8:30 og er til svona 11. Síðan mæti ég á seinni parts æfingu 15:30,“ segir Thelma en síðari æfingin endist yfirleitt til klukkan 20:30. Hún fær þó sína frídaga. „Það er frí á sunnudögum og fimmtudögum.“ Mikil vinna fer í íþróttina en Thelma segir að almennt gangi vel að para hana saman við háskólanámið.Mynd/Fimleikasamband Íslands Thelma segir þá að það gangi nokkuð vel að para saman nám og fimleikana. Þó það geti reynst strembnara þegar lokapróf í háskólanum skarist á við stórmót, líkt og útlit er fyrir í vor. „Það gengur bara ágætlega. Það er dálítið mikið að gera núna í skólanum þannig að ég er dálítið eftir á. En ég reyni að stressa mig ekki yfir því og reyni að finna mér einhverja aðra námstækni en ég er vön að gera, þar sem ég hef ekki tíma fyrir hana núna,“ segir Thelma. Getur komist í sögubækurnar Eftir að Thelma vann fjölþrautina á laugardeginum var keppt í stökum áhöldum á sunnudeginum. Hún vann þar þrjár af fjórum greinum; hlaut gull í stökki, á slá og á gólfi en hafnaði í þriðja sæti á tvíslá. Það var þó á tvíslánni sem hún vakti hvað mesta athygli. Norðurlandamót og Evrópumót eru fram undan. Framkvæmi Thelma æfinguna á tvíslá á síðarnefnda mótinu skráir hún sig í sögubækurnar.Mynd/Fimleikasamband Íslands Hún sýndi æfingu sem hefur ekki sést áður á heimsvísu. Æfingin er framhringur á tvíslá tengdur beint í framheljarstökk eða á fimleikamáli „Wheeler tengt í Comăneci“. Framkvæmi hún æfinguna á stórmóti mun hún verða skýrð í höfuð hennar. Það er markmið hennar fyrir komandi Evrópumót í vor. „Jú, algjörlega. Vonandi á EM í maí,“ segir Thelma. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Fimleikar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira