Sport

Dag­skráin í dag: Stórleikur í Smáranum, Svein­dís Jane og dregið í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með Wolfsburg
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með Wolfsburg Vísir/Getty

Það er stórleikur á Stöð 2 Sport í kvöld í íslenska körfuboltanum þar sem tvö heitustu lið landsins mætast og baráttan um deildarmeistaratitilinn gæti farið langt með að ráðast í þessum risaleik.

Það er að venju fullt um að vera á sportstöðvunum Ein besta knattspyrnukona landsins verður líka í eldlínunni og við fáum að vita hverjum stórlið Evrópu mæta í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 hefst útsending úr Smáranum þar sem Grindvíkingar taka á móti toppliði Valsmanna í Subway deild karla í körfubolta. Valsmenn taka risaskref í átta að deildarmeistaratitlinum með sigri. Valsmenn hafa unnið ellefu deildarleiki í röð en Grindvíkingar eru búnir að vinna níu deildarleiki í röð.

Eftir að leiknum lýkur í Smáranum er komið að Subway Körfuboltakvöldi þar sem öll tuttugasta umferðin verður gerð upp af Stefáni Árna Pálssyni og sérfræðingum hans.

Stöð 2 Sport 2

Það er dregið í átta liða úrslit allra Evrópukeppnanna í dag. Byrjað á Meistaradeildinni klukkan 11.00, svo er komið að Evrópudeildinni klukkan 12.00 og endað á Sambandsdeildinni klukkan 13.00.

Klukkan 19.35 hefst útsending frá leik Empoli og Bologna í ítölsku deildinni.

Vodafone Sport

Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar verða í beinni klukkan 17.25 þegar Wolfsburg liðið heimsækir Hoffenheim í þýsku deildinni.

Klukkan 19.30 verður síðan sýnt beint frá leik Köln og RB Leipzig í þýsku karladeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×