Sport

Dag­skráin í dag: Allt eða ekkert í Meistara­deild Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arsenal þarf að vinna með tveggja marka mun.
Arsenal þarf að vinna með tveggja marka mun. David Price/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við komumst að því hvaða lið fara í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Þá er fjöldi leikja í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 er viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 14.50 er leikur Bayern München og Olympiacos í 8-liða úrslitum UEFA Youth League á dagskrá. Um er að ræða Meistaradeild Evrópu fyrir U-19 ára lið.

Klukkan 16.50 er komið að viðureign Nantes og FC Kaupmannahöfn. Ásgeir Galdur Guðmundsson leikur með U-19 ára liði FCK.

Klukkan 19.15 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 hefst útsending frá Emirates í Lundúnum þar sem Arsenal mætir Porto. Gestirnir frá Portúgal leiða 1-0 eftir fyrri leikinn.

Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verða leikir kvöldsins gerðir upp.

Vodafone Sport

Klukkan 19.50 hefst útsending frá Katalóníu þar sem Börsungar mæta Napolí. Staðan í einvíginu er 1-1.

Klukkan 23.05 er leikur Carolina Hurricanes og New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.15 er Áskorendamótið í Counter Strike á dagskrá.

Subway-deildin

Þór Akureyri og Snæfell mætast í Subway-deild kvenna klukkan 19.10.

Subway-deildin 2

Klukkan 19.10 er leikur Vals og Fjölnis í Subway-deild kvenna á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×