Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. mars 2024 19:37 Agnar Smári Jónsson starir á bikarinn Vísir/Hulda Margrét Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. „Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
„Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn
Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira