Sport

Heiðursstúkan: „Væri fá­rán­legt ef Henry myndi ekki vinna, lík­lega niður­lægjandi“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glatt var á hjalla í Heiðursstúkunni hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Andra Ólafssyni.
Glatt var á hjalla í Heiðursstúkunni hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Andra Ólafssyni. stöð 2 sport

Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson mættust í þriðja NFL-þætti Heiðursstúkunnar þar sem mikið gekk á.

Heiðursstúkan er íþróttaspurningaþáttur í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti.

Í sjötta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Lokasóknarfélagarnir Henry og Andri. Henry tryggði sér sæti í úrslitaþættinum með því að vinna Eirík Stefán Ásgeirsson á meðan Andri lagði Magnús Sigurjón Guðmundsson að velli.

„Er þetta ekki úrslitaleikurinn sem fólkið vildi sjá? Það hefði mátt vera meiri samkeppni í undanúrslitunum“ sagði Henry digurbarkalega. 

„Já, þetta var rúst. Þetta var eftir bókinni,“ sagði Andri sem reyndi svo að færa pressuna yfir á Henry.

„Veðbankarnir eru með Henry líklegri. „ Við erum með þátt saman sem heitir Lokasóknin og þar er hann sérfræðingur. Ég er náttúrulega ekki sérfræðingur. Það er ljóst að Henry er líklegri í kvöld og það væri eiginlega fáránlegt ef hann myndi ekki vinna, líklega niðurlægjandi. Ég er bara hérna til að hafa gaman,“ sagði Andri.

Klippa: Heiðursstúkan: Úrslit í NFL

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá hvernig fór, hvort veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér eða Andri kom á óvart og vann Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×