Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. febrúar 2024 08:10 Fanney Gísladóttir var komin í aðgerð þremur tímum eftir að hún kom á bráðamóttökuna á Spáni. Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Fanney Gísladóttir hefur búið á Spáni í tólf ár, er þar með lögheimili og rekur sína eigin snyrtistofu. Hún fer hins vegar reglulega heim til Íslands að heimsækja börnin sín og æskuslóðirnar í Vestmannaeyjum. Af því hún býr á Spáni er hún með evrópskt sjúkratryggingakort. „Ég fer núna 6. febrúar til Íslands. Daginn eftir að ég lendi er ég búin að vera innan við klukkutíma hjá dóttur minni á Selfossi þegar ég fer út að labba með barnabörnin og dett í hálku,“ segir hún. Í kjölfarið var hringt á sjúkrabíl og Fanney flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem var tekin af henni röntgenmynd. „Svo var send beiðni á Landspítalann um aðgerð og ég send heim í hálkunni á hækjum,“ segir hún. Og þú sárkvalin? „Já, ég var kvalin. Send heim með þrjátíu stykki parkódín og panódíl sem ég á að taka inn. Í raun er þetta skammtur sem á að duga í þrjá til fjóra daga. Ég er ekki vön að taka sterk verkjalyf þannig ég tók bara eina töflu í einu svo það dugði mér lengur,“ segir Fanney. Við tók löng bið eftir símtali frá spítalanum. Flaug til Spánar frekar en að bíða lengur „Á mánudaginn var ég búin að bíða í fimm daga og hringi þá í Landspítalann til að spyrja hver staðan er. Þar er mér sagt að ég sé ekki komin á lista til að fara í aðgerð á næstu dögum. Þá runnu á mig tvær grímur,“ segir Fanney um biðina. Þegar þú hringir færðu þá að vita hvað það sé langt í aðgerðina? „Nei, ekkert hvar ég er í röðinni eða hvaða dag það verður. Bara að það verði hringt í mig fyrir klukkan tíu einhvern daginn og ég eigi að vera fastandi á hverjum morgni fram að því,“ segir hún. Fanney brotnaði rétt fyrir ofan ökkla og var sárkvalin. Þrátt fyrir það var hún send heim. „Maðurinn minn er þá hér á Spáni og ég hringi í hann. Við tökum ákvörðun samdægurs um að panta flug um kvöldið og ég fæ flug á miðvikudag, tveimur dögum síðar,“ segir Fanney. Hún flaug þá til Spánar með millilendingu í London og var komin um tíuleytið um kvöldið til Spánar. „Ég ákvað að fara strax um morguninn á bráðamóttökuna í Torrevieja-spítala og er komin hingað klukkan níu. Ég fer í skoðun og röntgenmyndatöku og það er verið að preppa mig fyrir aðgerð í hádeginu, þremur tímum eftir að ég mæti,“ segir Fanney um skjóta þjónustuna. Segja þjónustuna betri á Spáni en Íslandi Þau hjónin segjast á sínum tólf árum á Spáni aldrei upplifað viðlíka þjónustu í spænsku heilbrigðiskerfi og Fanney lenti í núna á Íslandi. Kerfið virðist skilvirkara og eftirfylgnin meiri. „Nú erum við búin að vera hér í áratug á Spáni og þurft að nota heilbrigðiskerfið hérna töluvert. Það hefur ekki enn komið upp sú stund ennþá að við höfum þurft að setja út á eitthvað. Það hefur verið rosalega vel hugsað um mann þó hlutirnir gerist ekki strax,“ skýtur Oddur Magnús, eiginmaður Fanneyjar, sem hefur verið að hlusta á símtalið. Þá bætir Fanney við að eftirfylgnin sé mun betri en á Íslandi. Læknar fylgi vel eftir sjúklingum sínum. Mynduð þið segja að kerfið sé skilvirkara og betra á Spáni en hér? „Ég myndi segja það hundrað prósent, ég hef alltaf fengið góða þjónustu hér á Spáni,“ segir Fanney og bætir við „Ég var orðin svo reið inni í mér að bíða svona lengi á Íslandi. Þegar ég fer þarna á miðvikudag þá er kominn sjöundi dagur og ekki enn búið að hringja í mig.“ „Rosalegt að fólk með beinbrot þurfi að bíða alveg upp í tvær vikur eftir aðgerð,“ segir hún að lokum. Spánn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Fanney Gísladóttir hefur búið á Spáni í tólf ár, er þar með lögheimili og rekur sína eigin snyrtistofu. Hún fer hins vegar reglulega heim til Íslands að heimsækja börnin sín og æskuslóðirnar í Vestmannaeyjum. Af því hún býr á Spáni er hún með evrópskt sjúkratryggingakort. „Ég fer núna 6. febrúar til Íslands. Daginn eftir að ég lendi er ég búin að vera innan við klukkutíma hjá dóttur minni á Selfossi þegar ég fer út að labba með barnabörnin og dett í hálku,“ segir hún. Í kjölfarið var hringt á sjúkrabíl og Fanney flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem var tekin af henni röntgenmynd. „Svo var send beiðni á Landspítalann um aðgerð og ég send heim í hálkunni á hækjum,“ segir hún. Og þú sárkvalin? „Já, ég var kvalin. Send heim með þrjátíu stykki parkódín og panódíl sem ég á að taka inn. Í raun er þetta skammtur sem á að duga í þrjá til fjóra daga. Ég er ekki vön að taka sterk verkjalyf þannig ég tók bara eina töflu í einu svo það dugði mér lengur,“ segir Fanney. Við tók löng bið eftir símtali frá spítalanum. Flaug til Spánar frekar en að bíða lengur „Á mánudaginn var ég búin að bíða í fimm daga og hringi þá í Landspítalann til að spyrja hver staðan er. Þar er mér sagt að ég sé ekki komin á lista til að fara í aðgerð á næstu dögum. Þá runnu á mig tvær grímur,“ segir Fanney um biðina. Þegar þú hringir færðu þá að vita hvað það sé langt í aðgerðina? „Nei, ekkert hvar ég er í röðinni eða hvaða dag það verður. Bara að það verði hringt í mig fyrir klukkan tíu einhvern daginn og ég eigi að vera fastandi á hverjum morgni fram að því,“ segir hún. Fanney brotnaði rétt fyrir ofan ökkla og var sárkvalin. Þrátt fyrir það var hún send heim. „Maðurinn minn er þá hér á Spáni og ég hringi í hann. Við tökum ákvörðun samdægurs um að panta flug um kvöldið og ég fæ flug á miðvikudag, tveimur dögum síðar,“ segir Fanney. Hún flaug þá til Spánar með millilendingu í London og var komin um tíuleytið um kvöldið til Spánar. „Ég ákvað að fara strax um morguninn á bráðamóttökuna í Torrevieja-spítala og er komin hingað klukkan níu. Ég fer í skoðun og röntgenmyndatöku og það er verið að preppa mig fyrir aðgerð í hádeginu, þremur tímum eftir að ég mæti,“ segir Fanney um skjóta þjónustuna. Segja þjónustuna betri á Spáni en Íslandi Þau hjónin segjast á sínum tólf árum á Spáni aldrei upplifað viðlíka þjónustu í spænsku heilbrigðiskerfi og Fanney lenti í núna á Íslandi. Kerfið virðist skilvirkara og eftirfylgnin meiri. „Nú erum við búin að vera hér í áratug á Spáni og þurft að nota heilbrigðiskerfið hérna töluvert. Það hefur ekki enn komið upp sú stund ennþá að við höfum þurft að setja út á eitthvað. Það hefur verið rosalega vel hugsað um mann þó hlutirnir gerist ekki strax,“ skýtur Oddur Magnús, eiginmaður Fanneyjar, sem hefur verið að hlusta á símtalið. Þá bætir Fanney við að eftirfylgnin sé mun betri en á Íslandi. Læknar fylgi vel eftir sjúklingum sínum. Mynduð þið segja að kerfið sé skilvirkara og betra á Spáni en hér? „Ég myndi segja það hundrað prósent, ég hef alltaf fengið góða þjónustu hér á Spáni,“ segir Fanney og bætir við „Ég var orðin svo reið inni í mér að bíða svona lengi á Íslandi. Þegar ég fer þarna á miðvikudag þá er kominn sjöundi dagur og ekki enn búið að hringja í mig.“ „Rosalegt að fólk með beinbrot þurfi að bíða alveg upp í tvær vikur eftir aðgerð,“ segir hún að lokum.
Spánn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira