Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld, Heiðurs­stúkan, fót­bolti og ís­hokkí

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar í Tindastól eru í beinni.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar í Tindastól eru í beinni. Vísir/Bára Dröfn

Það er að venju nóg um að vera á þessum fína föstudegi á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld er þá á sínum stað sem og einn leikur í Subway-deild karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Heiðursstúkan er á dagskrá 18.20. Þar munu Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson loks fá á hreint hvor veit meira um NFL.

Klukkan 19.00 er leikur Stjörnunnar og Tindastóls í Subway-deild karla á dagskrá. Að leik loknum, klukkan 21.15, er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.35 er leikur Salernitana og Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.55 hefst útsending frá Kórnum þar sem Breiðablik og FH mætast í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Vodafone Sport

Klukkan 19.55 færum við okkur til Stálborgarinnar Sheffield þar sem Sheffield Wednesday tekur á móti Birmingham City í B-deild ensku knattspyrnunnar.

Klukkan 01.05 er leikur Minnesota Wild og Pittsburgh Penguins í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×