Sport

Dag­skráin í dag: FA-bikarinn, Subway-deildin og undan­úr­slit Afríkukeppninnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea og Aston Villa berjast um laust sæti í fimmtu umferð FA-bikarsins í kvöld.
Chelsea og Aston Villa berjast um laust sæti í fimmtu umferð FA-bikarsins í kvöld. Mike Hewitt/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi.

Stöð 2 Sport

Njarðvík tekur á móti Grindavík í Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna klukkan 19:05 í kvöld. Að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld á sínum stað þar sem farið verðu yfir allt það helsta úr liðinni umferð.

Stöð 2 Sport 2

Boðið verður upp á tvo leiki í UEFA Youth League áður en elsta og virtasta bikarkeppni heims, FA-bikarinn tekur við. AZ Alkmaar tekur á móti Atlético Madrid klukkan 14:50 áður en Bayern München sækir Basel heim klukkan 16:50.

Klukkan 19:50 er svo komið að síðari viðureign Aston Villa og Chelsea í fjórðu umferð FA-bikarsins, en þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureigninni þurfa þau að mætast á ný í kvöld.

Vodafone Sport

Á Vodafone Sport fer Afríkukeppnin í knattspyrnu að ná hámarki og í dag fara báðir undanúrslitaleikirnir fram. Nígería mætir Suður-Afríku klukkan 16:50 áður en Fílabeinsströndin og Kongó eigast við klukkan 19:50.

Að lokum verður viðureign Maple Leafs og Stars í NHL-deildinni í íshokkí í beinni útsendingu frá klukkan 00:05 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×