Sport

Dag­­skráin í dag: Subway-deildin og risa­leikir í pílunni

Smári Jökull Jónsson skrifar
DeAndre Kane verður í eldlínunni með Grindavík í kvöld.
DeAndre Kane verður í eldlínunni með Grindavík í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er mikið um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Alls verða níu viðburðir sýndir í beinni útsendingu.

Stöð 2 Sport

Skiptiborðið fer í loftið klukkan 19:10 en þar verður farið yfir allt sem gerist í leikjum kvöldsins í Subway-deild karla. Að leikjunum loknum hefjast Tilþrifin en þar fara Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar yfir allt það helsta í leikjunum. Tilþrifin verða í beinni útsendingu klukkan 21:20.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending frá meistaramóti áhugakvenna í Asíu- og Kyrrhafi verður hefst klukkan 7:00 en þar mætast bestu áhugmannakylfingar svæðisins.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í Subway-deildinni verður sýndur beint klukkan 19:05. Það er alltaf fjör þegar þessi lið mætast og verður vafalaust engin undanteking á því í kvöld.

Stöð 2 Esport

Ljósleiðaradeildin í CS:GO verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:15.

Subway deildin 1

Leikur Álftanes og Þór frá Þorlákshöfn verður sýndur beint klukkan 19:10.

Subway deildin 2

Sýnt verður beint frá leik Hauka og Keflavíkur og hefst útsending klukkan 19:10.

Vodafone Sport

Klukkan 18:55 hefst útsending frá Premier League mótinu í pílukasti en leikið er í Cardiff. Öll helstu nöfnin í pílukastheiminum verða þar í eldlínunni en meðal annars mætast Luke Littler og Luke Humphries og þeir Michael van Gerwen og Michael Smith.

Klukkan 23:05 fer Stjörnuhelgin í NHL-deildinni af stað og verður í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×