„Ég er á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 12:00 Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur verið að gera mjög góða hluti í sundinu. SSÍ Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom heim til Íslands til að keppa á Reykjavikurleikunum um síðustu helgi en hún stundar nám og æfingar út í Danmörku. Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Sund Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Sund Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira