Gefur út nýja tónlist í fyrsta sinn í sex ár Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 13:00 Justin Timberlake gaf síðast út sólóplötu árið 2018. Getty/Mustafa Yalcin Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake frumflutti á dögunum nýtt lag og stefnir í að gefa út fyrstu nýju plötuna í sex ár. Lagið heitir Selfish og flutti hann það á tónleikum í Memphis í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið. Þá hefur Timberlake birt stiklu fyrir nýja plötu á samfélagsmiðlum og bút úr laginu Selfish. Platan, sem er sú sjötta sem Timberlake gefur út, ber nafnið Everything I Thought It Was. Síðast gaf Timberlake út plötuna Man of the Woods árið 2018. Stikluna fyrir plötuna nýju má sjá hér að neðan. Leikarinn Benicio del Toro les inn á stikluna. Í frétt Billboard segir að birting stiklunnar eigi sér stuttan aðdraganda en nokkrar vísbendingar hafi litið dagsins ljós. Timberlake byrjaði á því að þurrka út af samfélagsmiðlum sínum snemma á árinu. Hann hefur þar að auki verið kynntur sem gestur í þætti Jimmy Fallon í næstu viku og mun spila tónlist í Saturday Night Live næstu helgi. Hér að neðan má heyra hluta úr laginu Selfish, sem hefur ekki enn verið gefið út. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þá hefur Timberlake birt stiklu fyrir nýja plötu á samfélagsmiðlum og bút úr laginu Selfish. Platan, sem er sú sjötta sem Timberlake gefur út, ber nafnið Everything I Thought It Was. Síðast gaf Timberlake út plötuna Man of the Woods árið 2018. Stikluna fyrir plötuna nýju má sjá hér að neðan. Leikarinn Benicio del Toro les inn á stikluna. Í frétt Billboard segir að birting stiklunnar eigi sér stuttan aðdraganda en nokkrar vísbendingar hafi litið dagsins ljós. Timberlake byrjaði á því að þurrka út af samfélagsmiðlum sínum snemma á árinu. Hann hefur þar að auki verið kynntur sem gestur í þætti Jimmy Fallon í næstu viku og mun spila tónlist í Saturday Night Live næstu helgi. Hér að neðan má heyra hluta úr laginu Selfish, sem hefur ekki enn verið gefið út. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake)
Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira