Besta helgi ársins nú fullbókuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 10:30 Baker Mayfield, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, þakkar Jalen Hurts, leikstjórnanda Philadelphia Eagles , fyrir leikinn. Getty/Kevin Sabitus Fyrstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum. Buffalo Bills og Tampa Bay Buccaneers voru tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna. Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild) NFL Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
NFL Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira