Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2024 19:48 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. „Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri. Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
„Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri.
Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira