Hjalti: Gott að finna gleði og ánægju aftur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2024 21:35 Hjalti Þór Vilhjálmsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur komst aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum. Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum.
Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira