Þessi lið mætast í úrslitakeppni NFL um næstu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 12:31 Varnamaðurinn Taylor Rapp hjá Buffalo Bills fagnar hér eftir að hafa komist inn í sendingu hjá Miami Dolphins. AP/Wilfredo Lee Deildarkeppni NFL lauk um helgina og þá var endanlega ljóst hvaða fjórtán lið komust í úrslitakeppnina í ameríska fótboltanum í ár sem og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Besta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferðinni en í ár eru það lið Baltimore Ravens úr Ameríkudeildinni og lið San Francisco 49ers úr Þjóðardeildinni. Þau fá því dýrmæta aukaviku til að ná mönnum heilum og úthvíldum fyrir átökin framundan. Sex lið úr hvorri deild berjast aftur á móti um þrjú laus sæti í undanúrslitum deildanna tveggja. Undanúrslitin eru síðan spiluð strax helgina á eftir. The Bills started 6-6.Since then, they rattled off five straight wins to end the year to clinch the division and the No. 2 seed. pic.twitter.com/D8B8F1xQOq— NFL (@NFL) January 8, 2024 Jacksonville Jaguars missti af úrslitakeppninni þegar liðið tapaði lokaleik sínum á móti Tennessee Titans sem hafði að engu að keppa. Pittsburgh Steelers græddi á því og verður því með í úrslitakeppninni í Ameríkudeildinni. Houston Texans verður líka með eftir að sigur á Indianapolis Colts í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Buffalo Bills vann síðan mikilvægan sigur á Miami Dolphins og tryggði sér með því sigur í sínum riðli og mögulega tvo heimaleiki í úrslitakeppninni. Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers tryggðu sér á móti síðustu tvö sætin í Þjóðardeildinni. Let's get WILD. #SuperWildCard #NFLPlayoffs pic.twitter.com/lG1x1oDBU9— NFL (@NFL) January 8, 2024 Leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fara fram um næstkomandi helgi eða á laugardegi, sunnudegi og þá er lokaleikurinn á mánudaginn eftir viku. Á laugardeginum mætast annars vegar Houston Texans og Cleveland Browns en hins vegar lið Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. Á sunnudeginum fara fram þrír leikir. Buffalo Bills fær Pittsburgh Steelers í heimsókn, Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers og Detroit Lions er á heimavelli á móti Los Angeles Rams. Tampa Bay Buccaneers tekur síðan á móti Philadelphia Eagles í lokaleiknum á mánudagskvöldið. Allir leikir í úrslitakeppninni eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Úrslitakeppni NFL - fyrsta umferð:(Íslenskur tími - allt beint á Stöð 2 Sport 2) Laugardagurinn 13. janúar 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns 1:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins Sunnudagurinn 14. janúar 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers 1:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams Mánudagurinn 15. janúar 1:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles NFL Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira
Besta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferðinni en í ár eru það lið Baltimore Ravens úr Ameríkudeildinni og lið San Francisco 49ers úr Þjóðardeildinni. Þau fá því dýrmæta aukaviku til að ná mönnum heilum og úthvíldum fyrir átökin framundan. Sex lið úr hvorri deild berjast aftur á móti um þrjú laus sæti í undanúrslitum deildanna tveggja. Undanúrslitin eru síðan spiluð strax helgina á eftir. The Bills started 6-6.Since then, they rattled off five straight wins to end the year to clinch the division and the No. 2 seed. pic.twitter.com/D8B8F1xQOq— NFL (@NFL) January 8, 2024 Jacksonville Jaguars missti af úrslitakeppninni þegar liðið tapaði lokaleik sínum á móti Tennessee Titans sem hafði að engu að keppa. Pittsburgh Steelers græddi á því og verður því með í úrslitakeppninni í Ameríkudeildinni. Houston Texans verður líka með eftir að sigur á Indianapolis Colts í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Buffalo Bills vann síðan mikilvægan sigur á Miami Dolphins og tryggði sér með því sigur í sínum riðli og mögulega tvo heimaleiki í úrslitakeppninni. Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers tryggðu sér á móti síðustu tvö sætin í Þjóðardeildinni. Let's get WILD. #SuperWildCard #NFLPlayoffs pic.twitter.com/lG1x1oDBU9— NFL (@NFL) January 8, 2024 Leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fara fram um næstkomandi helgi eða á laugardegi, sunnudegi og þá er lokaleikurinn á mánudaginn eftir viku. Á laugardeginum mætast annars vegar Houston Texans og Cleveland Browns en hins vegar lið Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. Á sunnudeginum fara fram þrír leikir. Buffalo Bills fær Pittsburgh Steelers í heimsókn, Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers og Detroit Lions er á heimavelli á móti Los Angeles Rams. Tampa Bay Buccaneers tekur síðan á móti Philadelphia Eagles í lokaleiknum á mánudagskvöldið. Allir leikir í úrslitakeppninni eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Úrslitakeppni NFL - fyrsta umferð:(Íslenskur tími - allt beint á Stöð 2 Sport 2) Laugardagurinn 13. janúar 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns 1:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins Sunnudagurinn 14. janúar 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers 1:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams Mánudagurinn 15. janúar 1:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles
Úrslitakeppni NFL - fyrsta umferð:(Íslenskur tími - allt beint á Stöð 2 Sport 2) Laugardagurinn 13. janúar 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns 1:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins Sunnudagurinn 14. janúar 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers 1:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams Mánudagurinn 15. janúar 1:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles
NFL Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira