Sport

Dag­skráin í dag: Subway-deildin, ítalski boltinn og Jói Berg í FA-bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley sækja Tottenham heim í FA-bikarnum í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley sækja Tottenham heim í FA-bikarnum í kvöld. Vísir/Getty

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum fyrsta föstudegi ársins.

Stöð 2 Sport

Subway-deild karla í körfubolta er komin á fullt á ný eftir jólafrí og í kvöld mætast Stjarnan og Njarðvík í stórleik 12. umferðar klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley sækja Tottenham heim klukkan 19:50 í úrvalsdeildarslag í elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum.

Stöð 2 Sport 3

Brentford og Wolves eigast við í úrvalsdeildarslag í FA-bikarnum klukkan 19:05.

Stöð 2 Sport 4

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa heimsækja Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 19:35.

Vodafone Sport

Dagskráin á Vodafone Sport er nú þegar hafin því klukkan 06:00 hófst bein útsending frá United Cup á ATP-mótaröðinni í tennis.

Klukkan 19:40 er svo komið að viðureign Queen's Park og Dunfermline í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu áður en viðureign Devils og Blackhawks í NHL-deildinni í íshokkí lokar dagskránni klukkan 00:05 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×