Sport

Mætast í úr­slitum HM í kvöld en mættust fyrst þegar Littler var tólf ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Littler og Luke Humphries fyrir rúmum fjórum árum.
Luke Littler og Luke Humphries fyrir rúmum fjórum árum.

Þeir Luke Littler og Luke Humphries eigast við í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast.

Í nóvember 2019 mættust þeir Littler og Humphries á öllu minna sviði en í Alexandra höllinni, eða á venjulegum bar. Þá var Littler aðeins tólf ára en Humphries 24 ára.

Littler skrifaði færslu um leikinn gegn Humphries fyrir rúmum fjórum árum á Twitter. Þar sagði hann að Humphries hefði tryggt sér sigur með útskoti upp á 164.

Þeir Littler og Humphries mætast aftur í kvöld, í stærsta leik pílukastsins, sjálfum úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Þar kemur í ljós hver hampar Sid Waddell bikarnum og fær hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir 87 milljónum íslenskra króna.

Í undanúrslitunum í gær sigraði Littler Rob Cross, 6-2, en Humphries rústaði Scott Williams, 6-0. Humphries var með 108,74 í meðaltal, sem er það hæsta á HM, á meðan meðaltal Littlers var 106,05.

Fyrir HM var Humphries efstur á lista veðbanka yfir líklegustu sigurvegara mótsins enda hafði hann unnið þrjú stórmót í röð (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals). Hann fær svo tækifæri til að bæta stærsta titlinum við í kvöld.

Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55.


Tengdar fréttir

Elskar skyndi­bita, byrjaði eins árs og breytir pílu­heiminum

Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga.

Ungstirnið Littler flaug í úrslit

Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×