Luke Littler: Á eftir að finna gjöf fyrir mömmu sína og pabba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Luke Littler er með fjölskyldu sína í salnum í Ally Pally. Getty/Warren Little Luke Littler hefur á örskömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn og orðið einn frægasti íþróttamaðurinn í Bretlandi eftir stórkostlega frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50
Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38
Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31
„Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01