„Feiti Leonard“ sendur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 10:40 Hluti hópsins sem sleppt var úr haldi í Venesúela. AP/Stephen Spillman Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sleppt Alex Saab, fjármálamanni Nicolas Maduro, forseta Venesúela, úr fangelsi. Í skiptum var maður sem gengur undir nafninu „Feiti Leonard“ sendur til Bandaríkjanna en er verktaki sem sakfelldur var í fyrra vegna aðildar hans að einhverju stærsta mútuhneyksli sjóhers Bandaríkjanna. Auk hans slepptu yfirvöld í Caracas úr haldi tíu öðrum Bandaríkjamönnum en nokkrir þeirra voru fangelsaðir í undarlegri valdaránstilraun. Feiti Leonard heitir í raun Leonard Francis og er frá Malasíu. Hann flúði frá Bandaríkjunum í fyrra, nokkrum vikum áður en hann átti að mæta í dómsuppkvaðningu fyrir aðild hans að áðurnefndu spillingarmáli. „Feiti“ Leonard eða Leonard Francis er kominn aftur til Bandaríkjanna.AP/Dómarafulltrúar Bandaríkjanna Washington Post hefur eftir lögmanni hans að Francis hafi verið sendur til Bandaríkjanna án nokkurs fyrirvara og gegn stjórnarskrá Venesúela. Lögmaðurinn fékk ekki að vita af flutningunum og lýsir þeim sem gölnum. Francis lýsti á sínum tíma yfir sekt sinni og viðurkenndi að hafa mútað yfirmönnum í sjóher Bandaríkjanna með peningum, lúxusvörum, vindlum frá Kúbu og vændiskonum í skiptum fyrir upplýsingar sem hann notaði til að svíkja fé úr sjóhernum. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma og afhjúpaði mikla spillingu innan sjöunda flota sjóhers Bandaríkjanna, sem er með höfuðstöðvar í Japan. Hann flúði Bandaríkin skömmu fyrir dómsuppkvaðningu í september í fyrra, með því að skera af sér staðsetningatæki, húkka far að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fljúga þaðan til Kúbu. Sjá einnig: „Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Yfirvöld á Kúbu meinuðu honum um dvalarleyfi og þaðan fór hann til Venesúela, þar sem hann sótti um hæli í rússneska sendiráðinu í Caracas. Meðan verið var að vinna úr umsókn hans, var hann handtekinn á grunni handtökuskipunar frá Interpol. Talið er að hann hafi eingöngu verið handtekinn svo Maduro gæti notað hann í viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um frelsun Saab. Handtekinn við millilendingu Saab er náinn bandamaður Maduro sem sat í gæsluvarðhaldi í Miami vegna ákæra um peningaþvætti og fjársvik. Hann er grunaður um að hafa þvættað gífurlegt magn peninga fyrir Maduro í gegnum árin. Hann var handtekinn á Grænhöfðaeyjum í fyrra þar sem flugvél hans var millilent á leið til Írans. Viðræður milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Venesúela hafa farið fram undanfarnar vikur en Bandaríkin felldu úr gildi hluta viðskiptaþvingana gegn Venesúela í skiptum fyrir það að Maduro haldi frjálsar og sanngjarnar forsetakosningar á næsta ári, samkvæmt AP fréttaveitunni. Alex Saab stendur hér við hlið Nicolas Maduro, forseta Venesúela, eftir heimkomuna í gærkvöldi.AP/Matias Delacroix Eitt af skilyrðum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana var að Maduro sneri við banni sínu við því að María Corina Machado, einn helsti pólitíski andstæðingur Maduro, gæti boðið sig fram til forseta. Maduro hafði frest til 30. nóvember en hefur ekki enn fellt bannið úr gildi. Þegar Saab sneri aftur til Venesúela í gærkvöldi lýsti Maduro því sem miklum sigri fyrir hönd sannleikans og sakaði Bandaríkjamenn um pyntingar og ógnanir gegn Saab, sem Maduro sagði að hefði verið handtekinn með ólöglegum hætti. Þá beindi Maduro orðum sínum að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagði Venesúela yrði engin nýlenda. Fyrrverandi hermönnum sleppt úr haldi Af hinum tíu Bandaríkjamönnum sem frelsaðir voru segja embættismenn í Washington DC að margir þeirra hafi verið ranglega fangelsaðir í Venesúela. Í raun teknir í gíslingu svo yfirvöld þar hafi getað kúgað Bandaríkin. Meðal þeirra eru þó einnig, samkvæmt Wall Street Journal, þeir Luke Denman og Airan Berry, fyrrverandi bandarískir hermenn, sem tóku árið 2020 þátt í undarlegri og misheppnaðri tilraun til að velta Maduro úr sessi. Þeir höfðu báðir verið dæmdir í tuttugu ára fangelsi í Venesúela. Þá störfuðu þeir hjá öryggisfyrirtækinu Silvercorp USA en valdaránstilraunin átti að hafa verið gerð með aðkomu pólitískra andstæðinga Maduro. Pólitískir andstæðingar Biden í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt samkomulagið harðlega. Repúblikanar hafa meðal annars sakað Biden um að hafa valdið því að stjórnendur einræðisríkja muni leggja meira á sig við að handtaka Bandaríkjamenn í framtíðinni. Biden hefur gert sambærileg fangaskipti við yfirvöld í Íran og í Rússlandi á undanförnum árum. Aðilar innan stjórnarandstöðu Venesúela segja Maduro hafa hlaupið hringi kringum ráðamenn í Bandaríkjunum. Venesúela Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. 25. apríl 2023 09:48 Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. 27. mars 2021 21:49 Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Auk hans slepptu yfirvöld í Caracas úr haldi tíu öðrum Bandaríkjamönnum en nokkrir þeirra voru fangelsaðir í undarlegri valdaránstilraun. Feiti Leonard heitir í raun Leonard Francis og er frá Malasíu. Hann flúði frá Bandaríkjunum í fyrra, nokkrum vikum áður en hann átti að mæta í dómsuppkvaðningu fyrir aðild hans að áðurnefndu spillingarmáli. „Feiti“ Leonard eða Leonard Francis er kominn aftur til Bandaríkjanna.AP/Dómarafulltrúar Bandaríkjanna Washington Post hefur eftir lögmanni hans að Francis hafi verið sendur til Bandaríkjanna án nokkurs fyrirvara og gegn stjórnarskrá Venesúela. Lögmaðurinn fékk ekki að vita af flutningunum og lýsir þeim sem gölnum. Francis lýsti á sínum tíma yfir sekt sinni og viðurkenndi að hafa mútað yfirmönnum í sjóher Bandaríkjanna með peningum, lúxusvörum, vindlum frá Kúbu og vændiskonum í skiptum fyrir upplýsingar sem hann notaði til að svíkja fé úr sjóhernum. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma og afhjúpaði mikla spillingu innan sjöunda flota sjóhers Bandaríkjanna, sem er með höfuðstöðvar í Japan. Hann flúði Bandaríkin skömmu fyrir dómsuppkvaðningu í september í fyrra, með því að skera af sér staðsetningatæki, húkka far að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fljúga þaðan til Kúbu. Sjá einnig: „Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Yfirvöld á Kúbu meinuðu honum um dvalarleyfi og þaðan fór hann til Venesúela, þar sem hann sótti um hæli í rússneska sendiráðinu í Caracas. Meðan verið var að vinna úr umsókn hans, var hann handtekinn á grunni handtökuskipunar frá Interpol. Talið er að hann hafi eingöngu verið handtekinn svo Maduro gæti notað hann í viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um frelsun Saab. Handtekinn við millilendingu Saab er náinn bandamaður Maduro sem sat í gæsluvarðhaldi í Miami vegna ákæra um peningaþvætti og fjársvik. Hann er grunaður um að hafa þvættað gífurlegt magn peninga fyrir Maduro í gegnum árin. Hann var handtekinn á Grænhöfðaeyjum í fyrra þar sem flugvél hans var millilent á leið til Írans. Viðræður milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Venesúela hafa farið fram undanfarnar vikur en Bandaríkin felldu úr gildi hluta viðskiptaþvingana gegn Venesúela í skiptum fyrir það að Maduro haldi frjálsar og sanngjarnar forsetakosningar á næsta ári, samkvæmt AP fréttaveitunni. Alex Saab stendur hér við hlið Nicolas Maduro, forseta Venesúela, eftir heimkomuna í gærkvöldi.AP/Matias Delacroix Eitt af skilyrðum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana var að Maduro sneri við banni sínu við því að María Corina Machado, einn helsti pólitíski andstæðingur Maduro, gæti boðið sig fram til forseta. Maduro hafði frest til 30. nóvember en hefur ekki enn fellt bannið úr gildi. Þegar Saab sneri aftur til Venesúela í gærkvöldi lýsti Maduro því sem miklum sigri fyrir hönd sannleikans og sakaði Bandaríkjamenn um pyntingar og ógnanir gegn Saab, sem Maduro sagði að hefði verið handtekinn með ólöglegum hætti. Þá beindi Maduro orðum sínum að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagði Venesúela yrði engin nýlenda. Fyrrverandi hermönnum sleppt úr haldi Af hinum tíu Bandaríkjamönnum sem frelsaðir voru segja embættismenn í Washington DC að margir þeirra hafi verið ranglega fangelsaðir í Venesúela. Í raun teknir í gíslingu svo yfirvöld þar hafi getað kúgað Bandaríkin. Meðal þeirra eru þó einnig, samkvæmt Wall Street Journal, þeir Luke Denman og Airan Berry, fyrrverandi bandarískir hermenn, sem tóku árið 2020 þátt í undarlegri og misheppnaðri tilraun til að velta Maduro úr sessi. Þeir höfðu báðir verið dæmdir í tuttugu ára fangelsi í Venesúela. Þá störfuðu þeir hjá öryggisfyrirtækinu Silvercorp USA en valdaránstilraunin átti að hafa verið gerð með aðkomu pólitískra andstæðinga Maduro. Pólitískir andstæðingar Biden í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt samkomulagið harðlega. Repúblikanar hafa meðal annars sakað Biden um að hafa valdið því að stjórnendur einræðisríkja muni leggja meira á sig við að handtaka Bandaríkjamenn í framtíðinni. Biden hefur gert sambærileg fangaskipti við yfirvöld í Íran og í Rússlandi á undanförnum árum. Aðilar innan stjórnarandstöðu Venesúela segja Maduro hafa hlaupið hringi kringum ráðamenn í Bandaríkjunum.
Venesúela Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. 25. apríl 2023 09:48 Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. 27. mars 2021 21:49 Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. 25. apríl 2023 09:48
Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. 27. mars 2021 21:49
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43