Hafi verið þekktur á Akranesi fyrir að ofsækja konur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2023 21:16 Árásin sem málið varðar átti sér stað á Akranesi í mars í fyrra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðdómur Vesturlands dæmdi í dag í máli sem varðar líkamsárás sem átti sér stað í mars í fyrra á Akranesi. Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur. Dómsmál Akranes Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur.
Dómsmál Akranes Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent