Sport

Dag­skráin í dag: Dregið í Evrópu­keppnum og HM í pílu­kasti heldur á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Í dag kemur í ljós hverjir verða andstæðingar Orra Steins Óskarssonar og liðsfélaga hans í FCK í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Í dag kemur í ljós hverjir verða andstæðingar Orra Steins Óskarssonar og liðsfélaga hans í FCK í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty

Dregið verður í Evrópukeppnunum þremur í knattspyrnu í dag og verður sýnt beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport 2. Þá er GameTíví á dagskrá sem og Lögmál leiksins.

Stöð 2 Sport 2

Drátturinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 11:00 og í kjölfarið verður dregið bæði í Evrópu- og Sambandsdeildinni klukkan 12:00 og 13:00.

Klukkan 20:00 verður þátturinn Lögmál leiksins sýndur þar sem farið verður yfir allt það helsta í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Leikur Atalanta og Salernitana í ítölsku Serie A verður í beinni útsendingu klukkan 19:35.

Stöð 2 Esport

Strákarnir í GameTíví mæta á skjáinn klukkan 20:00 og fara með okkur yfir allt það helsta í tölvuleikjaheiminum.

Vodafone Sport

Klukkan 18:55 hefst bein útsending frá Alexandra Palace þar sem heimsmeistaramótið í pílukasti fer fram. Í kvöld er Gerwyn Price á meðal keppenda og því má búast við mikilli stemmningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×