Höfuðkúpan tilheyrði danskri konu frá 18. öld Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 13:21 Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir að skoða beinin og taka sýni til að rannsaka. Íslensk erfðagreining Brot úr höfuðkúpu, sem fannst undir gólffjölum í Ráðherrabústaðnum í september, tilheyrði danskri konu sem var uppi á átjándu öld. Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna. Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna.
Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31