Höfuðkúpan tilheyrði danskri konu frá 18. öld Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 13:21 Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir að skoða beinin og taka sýni til að rannsaka. Íslensk erfðagreining Brot úr höfuðkúpu, sem fannst undir gólffjölum í Ráðherrabústaðnum í september, tilheyrði danskri konu sem var uppi á átjándu öld. Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna. Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þetta sögðu mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, sem hófst klukkan 13. Fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Þau Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir kynntu rannsóknina á beinbrotunum og niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður voru þær að líkamsleifarnar hafi tilheyrt danskri konu með brúnt hár og brún augu. Hún eigi enga afkomendur eða skyldmenni hér á landi. Hún hafi að öllum líkindum lifað og dáið hér á landi á 18. öld. Fjarskyldir ættingjar hennar fundust hins vegar í Danmörku. Kári Stefánsson greip orðið á fundinum og sagði dönsk yfirvöld ekki hafa leyft frekari rannsóknir á því hvaða Danir eru skyldir henni. Mengun í erfðaefninu Agnar sagði að við rannsókn á erfðaefni úr höfuðkúpuni hafi um fimmtán prósent þess tilheyrt öðrum en konunni. Mengunin sé að öllum líkindum erfðaefni íslenskra karlmanna, sem voru uppi eftir daga konunnar en þó fyrir margt löngu. Þá sagði Agnar það ágæta tilgátu að bein konunnar hafi komið úr Víkurkirkjugarði, sem var við Landssímareitinn. Í gegnum tíðina hafi ýmsar líkamsleifar komið í ljós við byggingarvinnu á því svæði og beinin gætu hafa ratað í Ráðherrabústaðinn þaðan. Kári lagði áherslu á að sú ályktun væri þó ekki erfðafræðilegs eðlis. Lítið erfðaefni og mjög niðurbrotið Í upphafi fundar fór Sunna yfir það hvernig niðurstöður rannsóknarinnar fengust. Hún sagði lítið erfðaefni hafa verið í höfuðskeljunum og það erfðaefni mjjög niðurbrotið. Rannsakendur hafi þurft að greina mörg DNA-sýni og raðgreina þau um tífallt meira en venjuleg blóðsýni eru raðgreind. Samt hafi fengist um sextíufallt minna af DNA-bútum til þess að draga ályktinar um eiganda beinanna. Það hafi þó verið nóg til þess að svara lykilspurningum um konuna.
Íslensk erfðagreining Reykjavík Vísindi Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Bein útsending: Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13. 15. desember 2023 12:31