Þvertekur fyrir kröfu um 25 prósenta launahækkun Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. desember 2023 10:54 Arnar Hjálmsson hefur verið formaður Félags flugumferðarstjóra frá árinu 2020. Hann segir um fimmtán ár síðan flugumferðarstjórar fóru síðast í verkfall. Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í gærmorgun sem lamaði allt flug á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Sambærileg aðgerð stendur fyrir dyrum á morgun eftir að fundi samninganefnda lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í morgun að flugumferðarstjórar krefðust 25 prósenta launahækkunar við samningaborðið. Arnar hafnar þessu en vill ekki ræða kröfur þeirra nú frekar en áður. SA getur leikið sér með tölurnar „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ segir Arnar. „Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þannig að það er augljóst hvaðan þetta kemur. Þetta kemur ekki frá okkur. Við erum ekki að fara fram á 25 prósenta launahækkun,“ segir Arnar. „Við höfum lagt alls konar atriði á borðið sem ekki hefur verið vilji til að ræða af neinu viti.“ Aðspurður hvort líta megi á kröfu flugumferðarstjóra sem 25 prósenta hækkun, þó ekki launahækkun, svarar Arnar neitandi. Viðtali við Arnar má sjá hér að neðan. Kröfur í takt við aðrar hækkanir „Nei, ekkert endilega. En ef þú leggur saman allar kröfur sem við höfum lagt á borðið þá getur vel verið að þú getir fengið út 25 prósent. Þú leggur fram ákveðna kröfugerð og áttar þig á því í byrjun að þú færð ekki allt sem þú vilt, hvorugu megin við borðið.“ Hann segir kröfur flugumferðarstjóra eðlilegar og í takt við aðrar hækkanir í samfélaginu. Helst strandi á því að ná utan um allt. „Okkur líður stundum eins og við séum að semja við tvo aðila við borðið. Annar er viljugri til að semja en hinn,“ segir Arnar. Isavia sé viljugra en Samtök atvinnulífsins. Fundurinn í gær hafi skilað litlum árangri en boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni á morgun. „Ég mæti alltaf bjartsýnn en eins og staðan er akkurat núna er ég ekkert rosalega bjartsýnn að þetta klárist á morgun.“ Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar eru með heildarlaun upp á rúma eina og hálfa milljón samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þau laun taka til grunnlauna upp á 915 þúsund plús þegar tekið er tillit til vakta, yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Laun sem eru nokkuð yfir meðallaunum í landinu. „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu,“ segir Arnar. Hann hefur verið spurður út í meðallaun flugumferðarstjóra og „Þessi meðallaun eiga ekki heima í þessari umræðu eins og ég hef sagt áður. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með. Það á rétt á því að semja um sín kjör. Það er bara það sem við erum að gera.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í gærmorgun sem lamaði allt flug á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Sambærileg aðgerð stendur fyrir dyrum á morgun eftir að fundi samninganefnda lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í morgun að flugumferðarstjórar krefðust 25 prósenta launahækkunar við samningaborðið. Arnar hafnar þessu en vill ekki ræða kröfur þeirra nú frekar en áður. SA getur leikið sér með tölurnar „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ segir Arnar. „Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þannig að það er augljóst hvaðan þetta kemur. Þetta kemur ekki frá okkur. Við erum ekki að fara fram á 25 prósenta launahækkun,“ segir Arnar. „Við höfum lagt alls konar atriði á borðið sem ekki hefur verið vilji til að ræða af neinu viti.“ Aðspurður hvort líta megi á kröfu flugumferðarstjóra sem 25 prósenta hækkun, þó ekki launahækkun, svarar Arnar neitandi. Viðtali við Arnar má sjá hér að neðan. Kröfur í takt við aðrar hækkanir „Nei, ekkert endilega. En ef þú leggur saman allar kröfur sem við höfum lagt á borðið þá getur vel verið að þú getir fengið út 25 prósent. Þú leggur fram ákveðna kröfugerð og áttar þig á því í byrjun að þú færð ekki allt sem þú vilt, hvorugu megin við borðið.“ Hann segir kröfur flugumferðarstjóra eðlilegar og í takt við aðrar hækkanir í samfélaginu. Helst strandi á því að ná utan um allt. „Okkur líður stundum eins og við séum að semja við tvo aðila við borðið. Annar er viljugri til að semja en hinn,“ segir Arnar. Isavia sé viljugra en Samtök atvinnulífsins. Fundurinn í gær hafi skilað litlum árangri en boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni á morgun. „Ég mæti alltaf bjartsýnn en eins og staðan er akkurat núna er ég ekkert rosalega bjartsýnn að þetta klárist á morgun.“ Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar eru með heildarlaun upp á rúma eina og hálfa milljón samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þau laun taka til grunnlauna upp á 915 þúsund plús þegar tekið er tillit til vakta, yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Laun sem eru nokkuð yfir meðallaunum í landinu. „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu,“ segir Arnar. Hann hefur verið spurður út í meðallaun flugumferðarstjóra og „Þessi meðallaun eiga ekki heima í þessari umræðu eins og ég hef sagt áður. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með. Það á rétt á því að semja um sín kjör. Það er bara það sem við erum að gera.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira