Evrópusambandið setur lög um gervigreind Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 15:26 Thierry Breton iðnaðarmálastjóri ESB leiddi samningaviðræðurnar. EPA Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind. Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni. Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni.
Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira