Evrópusambandið setur lög um gervigreind Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 15:26 Thierry Breton iðnaðarmálastjóri ESB leiddi samningaviðræðurnar. EPA Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind. Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni. Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni.
Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira