Sport

Dag­skráin í dag: Suðurnesjaslagur í Subway-deild karla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar sækja Njarðvíkinga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Keflvíkingar sækja Njarðvíkinga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Bára

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á sex beinar útsendingar á þessum fína föstudegi.

Njarðvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík í sannkölluðum toppslag Subway-deildar karla í kvöld. Liðin sitja í efstu tveimur sætum deildarinnar og hefst bein útsending frá Njarðvík á slaginu klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Ítalski boltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 2 þar sem Juventus tekur á móti Napoli klukkan 19:35.

Þá verður einnig nóg um að vera á Vodafone Sport þar sem RB Leipzig tekur á móti Nürnberg í þýsku úrvalsdeild kvenna klukkan 17:25, Coventry tekur á móti Birmingham í ensku B-deildinni klukkan 19:55 og Panthers og Penguins eigast við í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 00:05 eftir miðnætti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×