Tónlist

Jóla­há­tíðin okkar snýr aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá æfingarrennsli í dag.
Frá æfingarrennsli í dag. Vísir/Einar

Jólahátíðin okkar, jólahátíð fyrir fatlaða, snýr aftur í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúma fjóra áratugi en pása var gerð á henni undanfarin ár vegna faraldurs Covid.

Á hátíðinni, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld, koma fram Herra Hnetusmjör,  Sigga Beinteins, Bjartmar Guðlaugsson, Sigga Ózk og Bjarni Arason. Hljómsveit Rúnars Þórs leikur undir en útsetningar annast Þórir Úlfarsson.

Húsið opnar kl. 19 og klukkan 20 hefst ballið.

André Bachman, sem staðið hefur að hátíðinni í gegnum árin verður heiðraður í kvöld en hann hefur rétt keflið frá sér.

Bjartmar Guðlaugsson á æfingu í dag.Vísir/Einar

Í tilkynningu segir að þjóðþekktir menn og konur vinna við öryggisgæslu og aðstoða gesti á hátíðinni. Allir tónlistarmenn sem fram koma, aðstoðarfólk og þeir sem standa að hátíðinni gefa vinnu sínu í þágu fatlaðs fólks.

Þá hafa forsvarsmenn hátíðarinnar samið við bakhjarla hennar til næstu fimm ára. Fyrirtækin eru Brim, Hilton Reykjavík Nordica, Góa, Vífilfell, Henson og Öryggismiðstöðin.

Hér að neðan má sjá frá æfingarrennsli Bjartmars Guðlaugssonar í dag.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×