Eigum að geta gert myndir eins og Hollywood Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 17:53 Baltasar Kormákur Samper segir ekkert því til fyrirstöðu að Ísland geti framleitt kvikmyndir af sömu stærðargráðu og Hollywood. Vísir/Einar Baltasar Kormákur Samper segir ekkert því til fyrirstöðu að Ísland geti framleitt myndir af sömu stærðargráðu og Hollywood. Þetta segir hann í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann ræddi einnig sjónvarpsþætti sem hann er að framleiða fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina CBS og tilvonandi kvikmynd sem hann er að fara að gera með Apple. Um verkefnið með Apple segist hann lítið geta uppljóstrað en segir þó að það sé að öllum líkindum umfangsmesta verkefni sem hann hefur tekið þátt í. Hann fullyrti þó að um kvikmynd væri að ræða. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Helsta hindrunin huglæg Baltasar segir það líka ekki vera náttúrulögmál að kvikmyndir séu búnar til í Bandaríkjunum og að Íslendingum bjóðist mörg tækifæri til að vinna að alþjóðlegum verkefnum. „Af hverju getum við ekki framleitt myndir af þessari stærðargráðu? Það er ekkert náttúrulögmál að kvikmyndir séu gerðar í bandaríkjunum og stjórnað af bandarískum stórfyrirtækjum. Þeir hafa engin landgæði sem við höfum ekki. Þeir hafa kannski stærra efnahagsumhverfi,“ segir Baltasar. Hann segir jafnframt að helsta hindrun Íslendinga í kvikmyndageiranum sé frekar huglæg en landfræðileg. „Það er kannski stærsta hindrunin, þessi huglæga hindrun. Það er mikið af hæfileikaríku fólki hérna og ég hef haft kjark til að presentera þetta fólk í samkeppni við fólk sem er með því besta í Bandaríkjunum. Til dæmis eins og Elísabet Ronaldsdóttir sem kom með mér út. Hún er með eftirsóttari klippurum í Bandaríkjunum. Þetta er að einhverju leyti að þora að stíga upp og segja að við getum þetta,“ segir Baltasar. „Það er hægt að gera þetta allt hérna“ Aðspurður hver næstu skref íslenskrar kvikmyndagerðar séu segir hann að mikilvægt sé að halda áfram á þeirri braut sem við erum á. Baltasar segir einnig mikilvægt að stjórnvöld standi við loforð sín um stuðning við kvikmyndaiðnaðinn. „Það er stór hluti af því að fá verkefni hingað og fjárfestingar. Síðan þjálfum við fólk samhliða því. Minn metnaður hefur verið að framleiða frekar en að þjónusta vegna þess að þá færðu aðstæðu til að bjóða fólkinu þínu í hærri og hærri stöður. Svo hægt og rólega ertu kominn með það sterkt krú á Íslandi að þú þarft ekkert endilega að vera að flytja inn fólk til að gera einhver störf. Það er hægt að gera þetta allt hérna og við erum eiginlega komin á þann stað nánast.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þetta segir hann í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann ræddi einnig sjónvarpsþætti sem hann er að framleiða fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina CBS og tilvonandi kvikmynd sem hann er að fara að gera með Apple. Um verkefnið með Apple segist hann lítið geta uppljóstrað en segir þó að það sé að öllum líkindum umfangsmesta verkefni sem hann hefur tekið þátt í. Hann fullyrti þó að um kvikmynd væri að ræða. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Helsta hindrunin huglæg Baltasar segir það líka ekki vera náttúrulögmál að kvikmyndir séu búnar til í Bandaríkjunum og að Íslendingum bjóðist mörg tækifæri til að vinna að alþjóðlegum verkefnum. „Af hverju getum við ekki framleitt myndir af þessari stærðargráðu? Það er ekkert náttúrulögmál að kvikmyndir séu gerðar í bandaríkjunum og stjórnað af bandarískum stórfyrirtækjum. Þeir hafa engin landgæði sem við höfum ekki. Þeir hafa kannski stærra efnahagsumhverfi,“ segir Baltasar. Hann segir jafnframt að helsta hindrun Íslendinga í kvikmyndageiranum sé frekar huglæg en landfræðileg. „Það er kannski stærsta hindrunin, þessi huglæga hindrun. Það er mikið af hæfileikaríku fólki hérna og ég hef haft kjark til að presentera þetta fólk í samkeppni við fólk sem er með því besta í Bandaríkjunum. Til dæmis eins og Elísabet Ronaldsdóttir sem kom með mér út. Hún er með eftirsóttari klippurum í Bandaríkjunum. Þetta er að einhverju leyti að þora að stíga upp og segja að við getum þetta,“ segir Baltasar. „Það er hægt að gera þetta allt hérna“ Aðspurður hver næstu skref íslenskrar kvikmyndagerðar séu segir hann að mikilvægt sé að halda áfram á þeirri braut sem við erum á. Baltasar segir einnig mikilvægt að stjórnvöld standi við loforð sín um stuðning við kvikmyndaiðnaðinn. „Það er stór hluti af því að fá verkefni hingað og fjárfestingar. Síðan þjálfum við fólk samhliða því. Minn metnaður hefur verið að framleiða frekar en að þjónusta vegna þess að þá færðu aðstæðu til að bjóða fólkinu þínu í hærri og hærri stöður. Svo hægt og rólega ertu kominn með það sterkt krú á Íslandi að þú þarft ekkert endilega að vera að flytja inn fólk til að gera einhver störf. Það er hægt að gera þetta allt hérna og við erum eiginlega komin á þann stað nánast.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira