Lífið samstarf

Allt til að fegra og skreyta heimilið að innan og utan fyrir jólin

Samasem
Sam eigandi Blómaheildsölunnar Samasem hefur í nægu að snúast.
Sam eigandi Blómaheildsölunnar Samasem hefur í nægu að snúast.

Það er óhætt að segja að það sé afar blómleg verslun þessa dagana í Blómaheildsölunni Samasem sem staðsett er á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Eflaust hafa margir vegfarendur sem leið eiga framhjá þessum gatnamótum tekið eftir hinum stóru og glæsilegu jólakrönsum sem skreyta blómaheildsöluna með miklum myndarbrag.

Stórir kransar setja mikinn svip á verslunina.

Þegar inn er komið iðar allt af lifi og plöntuilmur er í loftinu. Hvert sem litið er má sjá viðskiptavini að skoða jólalegu trén, blómin og skrautið. Sam eigandi Blómaheildsölunnar er í óðaönn að aðstoða viðskiptavin sem er að kaupa plöntur og gefa góð ráð um vökvun og umhirðu plantnanna.

Eftir stutta stund náum við Sam á stutt spjall og okkur leikur forvitni á að vita hvaða vörur eru vinsælastar þessa dagana? 

„Jólakransar og afskorin blóm,“ segir Sam snöggur til svars.  

„Við erum með stóran blómakæli og mjög mikið úrval af afskornum blómum. Svo erum við með fullbúna jólakransa mjög fallega með lifandi greni. Við erum líka með allt til skreytinga og kransgerðar. Allskyns tegundir af lifandi greinum, köngla, skrautborða, jólakúlur og ljósaseríur. 

Það er mjög vinsælt núna hjá fólki að búa til sinn eigin krans. Hingað koma jafnvel vinkvennahópar saman að versla allt fyrir kransagerðina.“

Allt til skreytinga og kransgerðar fæst í Samasem.

„Sýprustrén eru líka mjög vinsæl,“ segir Sam sem leiðir okkur yfir á útisvæði Blómaheildsölunnar. „Sýprus þolir íslenska vetrarveðrið ágætlega, best er þó að hafa þau í skjóli frá bæði vindum og vetrarsólinni, sem getur þurrkað hann upp.“

Sam bendir okkur líka á fallegt hvít blóm sem stendur út í kuldanum og heitir Jólarós.

„Jólarósin er mjög vinsæl í Skandinavíu og er sannkallað jólablóm. Harðgerð planta sem blómstrar hvítum blómum um hávetur og þolir vel desember og janúar kuldan. Jólarósin hentar því mjög vel sem jólablóm Íslendinga,“ segir Sam.

Í þeim töluðu orðum hringir síminn og Sam afsakar sig, enda nóg að gera við að sinna viðskiptavinum.

Við gefum okkar tíma til að rölta aftur inn og skoða alla litadýrðina og leyfum myndum sem hér fylgja að tala sínu máli. Það er óhætt að segja að lokum að enginn verður vonsvikin með heimsókn i Blómaheildsölu Samasem fyrir jólin. Þar má svo sannarlega finna allt til að fegra og skreyta heimilið að innan og utan fyrir jólin.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×